ATN Zebra 16 - VinnulyftaStólpi Gámar er umboðsaðili ATN á Íslandi.  ATN sem er staðsett í suðvestur Frakklandi framleiðir m.a. skæra og spjótalyftur.

Hugmyndafræði ATN er að „hanna og smíða tæki sem mæta sérstökum þörfum viðskiptavina ATN, leigufyrirtækjum“.  Þessar lyftur eru einkum framleiddar fyrir leigumarkaði og þannig hannaðar að ekki þarf sérkunnáttu til að stjórna þeim. Þessar lyftur eru mjög fjölhæfar og auðvelt að koma þeim að við jafnvel erfiðustu aðstæður. Þá má nefna að allt viðhald á ATN lyftunum er mjög auðvelt því þær þarfnast ekki sérhæfðra varahluta heldur er hægt að bjarga sér á næsta vélaverkstæði ef eitthvað bilar.

Við erum með sýningatæki á staðnum sem hægt er að koma og prófa.

ATN Zebra 16 er 4×4 spjót sem kemst í 16,4 metra vinnuhæð, aðeins á 40 sekúndum, getur teigt sig út 9,3 metra lárétt og getur snúist 360°.  Stjórnborð er sérstaklega einfalt í notkun og öll hönnun er gerð með aðgengi til að þjónusta vélina á auðveldan hátt.  Sjáðu Zebra 16 í vídeóinu hér að neðan:

ATN - CX 15 - VinnulyftaATN CX 15 eru 4×4 skræralyftur með 15 metra vinnuhæð sem getur mest lyft 700 kg.

Með 4×4 gerir það kleift að komast yfir ósléttur og að vinnusvæði, eru mjög seigar í þó að það sé drulla.

Vinnustjórnborð er einstaklega einfalt og þægilegt í notkun.

Auðveld að rétta af í halla eða misfellum.

Vinnupallur er 7,3 x 2,22 metrar í mestu lengd.

Hér að neðan er hægt að sjá vídeó af lyftunni í keyrslu.

ATN Piaf 660RC - VinnulyftaATN Piaf 660RC er lítil og nett lyfta sem kemst í gegnum 80 cm hurðir.

Vinnuhæð er allt að 6.65 m og er breidd lyftunar 0,78 m.

Vinnupallurinn er 0,71 x 0,9 m og er hægt að lengja hann í allt að 1,28 m.

Þessi kemst um allt og er einföld í notkun.

Góð reynsla er komin á þessa lyftur hér á Íslandi.

Hér að neðan eru kynningarbæklingar fyrir tækin.